Ríkisstjórnin kynnti á fundi í gær, 21. apríl, aðgerðarpakka 2 um viðspyrnu Íslands gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum í kjölfar COVID-19 faraldrinum. Pakkanum er skipt upp í tvo meginhluta sem hver um sig skiptist upp í þrjá flokka; Varnir, Vernd og Viðspyrnu.
Ríkisstjórnin kynnti á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær, þriðjudaginn 21. apríl, aðgerðarpakka 2 um viðspyrnu Íslands gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Pakkanum er skipt upp í tvo meginhluta sem hver um sig skiptist upp í þrjá flokka; Varnir, Vernd og Viðspyrnu.
Meðal þess sem kynnt var á fundinum eru aðgerðir sem er beint að sveitarfélögunum sérstaklega. Má þar nefna að sveitarfélögum verður veittur tímabundinn réttur til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað auk þess sem Fasteignasjóður jöfnunarsjóðs fær heimildir til að styðja við aðgengismál fatlaðs fólks og að nýta tímabundið fjármuni úr fasteignasjóðnum til að mæta fyrirséðri lækkun á lögbundnum framlögum sveitarfélaga.
Þá verða lagðar til 600 milljónir handa tekjulágum heimilum þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.
250 milljónum verður varið til aðgerða á Suðurnesjum, sem hafa orðið afar illa úti í COVID-19 faraldrinum. Þar verður staðið fyrir átaki í að efla félagslega þátttöku og virki íbúa með erlendan bakgrunn ásamt því að koma á fót þverfaglegum teymum á sviði félags-, heilbrigðis og menntamála. Þá verður ráðist í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli á vegum Isavia fyrir um 4 milljarða sem eru veruleg innspýting fyrir atvinnulífið á svæðinu. Einnig verða veittar 100 m.kr. til stafrænnar þróunar á vegum sveitarfélaga til að bæta þjónustu og auka samskipti.