Fréttir og tilkynningar

Skráning raunverulegra eigenda – skylda sveitarfélaga

Frá og með 30. ágúst 2019 ber skráningarskyldum lögaðilum að skrá raunverulega eigendur hjá ríkisskattstjóra. Raunverulegur eigandi er alltaf einstaklingur, einn eða fleiri, og er sá sem í raun á starfsemi eða stýrir lögaðila með beinum eða óbeinum hætti. Raunverulegur eigandi er ekki endilega skráður eigandi fjármuna, eigna eða fyrirtækja.

Lesa meira

Sameiginlegur fundur fræðslumála- og félagsþjónustunefnda sambandsins

Miðvikudaginn 5. febrúar sl. fór fram fyrsti sameiginlegi fundur tveggja fastanefnda hjá sambandinu, þ.e. félagsþjónustunefndar og fræðslumálanefndar. Nefndum sambandsins, sem skipaðar eru fag- og sveitarstjórnarfólki í bland, hafa það hlutverk með höndum að vera ráðgefandi við stjórn og starfsmenn sambandsins á þeim fagsviðum sem heyrir undir þær.

Lesa meira

Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi sambandsins við SGS

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Að auki er Lífskjarasamningurinn forsenda fyrir verulega auknum húsnæðisstuðningi til tekjulágra sem ríki og sveitarfélög hafa staðið fyrir undanfarið, og mun aukast næstu ár. Til viðbótar er samningurinn grundvöllur lægri skattheimtu á lægstu laun, sem þegar er komin til framkvæmda að hluta. Áhrif Lífskjarasamningsins á aukinn kaupmátt lægstu launa eru gríðarlega jákvæð og er því mikilvægt að standa vörð um hann sem fyrirmynd annarra kjarasamninga.

Lesa meira

SGS samþykkir kjarasamning við sambandið með miklum meirihluta

Niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um kjarasamning félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga liggur nú fyrir. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna eða 80,55%. Kjörsókn var 32,83%.

Lesa meira

Dagur leikskólans 6. febrúar

Fimmtudaginn 6. febrúar nk. verður Dagur leikskólans haldinn í 13. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Lesa meira

Fjárhagsáætlanir A-hluta sveitarfélaga 2020-2023

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið samantekt um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Um er að ræða fjárhagsáætlanir 70 sveitarfélags af 72, en í þessum sveitarfélögum búa nærfellt allir íbúar landsins.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um skólamál

Niðurstöðum Skólaþings sveitarfélaga, sem haldið var 4. nóvember 2019 undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“ verður fylgt eftir á fyrsta morgunverðarfundi sambandsins um skólamál 17. febrúar nk. á Grand hóteli

Lesa meira

Fræðslufundur um sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Nú fer fram á Grand hóteli í Reykjavík fræðslufundur um Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fundinum er streymt á vef sambandsins, www.samband.is/beint.

Lesa meira

Ráðstefna um heimsmarkmiðin á sveitarstjórnarstigi

Ráðstefnan „Local Action. Global Shift – Living the Sustainable Development Goals“ verður haldin 6.-8. maí í Innsbruck, Austurríki.

Lesa meira

Uppbygging og endurnýjun götulýsingar í Búlgaríu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrsta hluta orkuáætlunar í Búlgaríu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, sem varða uppbyggingu og endurnýjun götulýsingar í Búlgaríu.

Lesa meira

Íslenskur fulltrúi í fyrsta sinn í yfirstjórn Evrópusamtaka sveitarfélagasambanda

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélagasambanda, CEMR. Þetta eru breiðustu og fjölmennustu hagsmunasamtök sveitarstjórnarstigins í Evrópu. Yfir 60 sveitarfélaga- og svæðasamtök á landsvísu frá 41 landi eiga aðild að samtökunum. Aðildarsamtökin eru fulltrúar yfir 100.000 sveitarfélaga og svæða í Evrópu.

Lesa meira

Verkalýðsfélag Akraness samþykkir kjarasamning með öllum greiddum atkvæðum

Í gær lauk kosningu Verkalýðsfélags Akraness vegna kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitafélaga. Þeir sem heyra undir þennan kjarasamning eru félagsmenn VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða.

Lesa meira

Drög að landsáætlun í skógrækt og að lýsingu landgræðsluáætlunar í umsagnaferli

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir sveitarfélögum á að í Samráðsgátt er nú að finna tvö mál sem varða drög að landgræðsluáætlun, mál 12/2020 annars vegar og drög að landsáætlun í skógrækt, mál 310/2019, hins vegar.

Lesa meira

Umsagnir um Hálendisþjóðgarð, þjóðgarðastofnun og meðhöndlun úrgangs

Á meðal áhugaverðra mála sem sambandið hefur veitt umsögn um má benda á reglugerð um Fiskeldissjóð. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Lesa meira

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2020.

Lesa meira

Samband íslenskra sveitarfélaga hlýtur jafnlaunavottun

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sambandins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Lesa meira

Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum endurútgefin

Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum hefur verið endurútgefin. Handbókin var útgefin af mennta- og menningarmálaráðuneyti árið 2014 og er þetta þriðja endurgáfa síðan.

Lesa meira

Samið við Starfsgreinasamband Íslands

Þann 16. janúar sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning.

Lesa meira