Fréttir og tilkynningar

Kennsla heldur áfram

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem tengist skólastarfi á neyðarstigi almannavarna. Ráðuneytið minnir á að þrátt fyrir að yfirlýst neyðarstig almannavarna hafi bein og óbein áhrif á skólastarf í landinu þá er skólastarf í fullum gangi víðast hvar.

Lesa meira

Kjarasamningar við BSRB undirritaðir og verkföllum aflýst

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB undirrituðu rétt eftir miðnætti nýjan kjarasamning.

Lesa meira

Úthlutanir til ferðamannastaða – hæsti styrkur til Bolungarvíkur

Alls bárust 134 umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðammastaða fyrir um 2,3 milljarða króna. Úthlutað var 502 milljónum króna til 33 verkefna um land allt. Hæsta styrkinn hlaut Bolungarvíkurkaupstaður vegna útsýnispalls á Bolafjalli 160 milljónir.

Lesa meira

Opið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni.

Lesa meira

Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri lýsa yfir áhyggjum vegna verkfalla

Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri hafa sent frá sér sameiginlegt minnisblað þar sem lýst er áhyggjum þeirra vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla á vinnumarkaði.

Lesa meira

Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frestar boðuðu verkfalli

Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kóronaveiru (COVID-19) er í gildi.

Lesa meira

Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls Eflingar

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Ótímabundið verkfall þessara félagsmanna hefst kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 9. mars 2020.

Lesa meira

Leiðbeiningar vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarveru starfsmanna

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarvista starfsmanna. Þar er farið yfir nokkur mikilvæg atriði varðandi kórónaveirunnar og leiðbeiningar um viðbrögð ef starfsfólk fer í sóttkví eða smitast.

Lesa meira

Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir vegna samstarfsverkefnis sambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga óska eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.

Lesa meira

Endurskoðun á Nýsköpunarmiðstöð í takt við nýsköpunarstefnu

„Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu.“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem kynnti í vikunni þær fyrirætlanir sínar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og finna þeim verkefnum sem miðstöðin hefur sinnt nýjan farveg.

Lesa meira

Nýir tímar í starfs- og tækninámi

Þriðjudaginn 25. febrúar sl. undirrituðu formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Samtaka iðnaðarins aðgerðaráætlun er auka á áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun.

Lesa meira

Kallað eftir nemendaverkefnum fyrir Varðliða umhverfisins

Á vef Stjórnarráðsins hefur verið vakin athygli á því að verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk, Varðliðar umhverfisins,er nú hafin í 14. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn þeirra á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Lesa meira

Efling lýsir yfir árangurslausum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga

Samninganefnd Eflingar lýsti í dag yfir árangurslausum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) án þess að hafa gefið SNS færi á að ræða eða að svara þeim kröfum sem félagið hefur lagt fram.

Lesa meira

Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 – Grænn samningur fyrir Evrópu

Ljóst er að Grænn samningur fyrir Evrópu verður fyrirferðamesta málið á dagskrá framkvæmdastjórnar ESB árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, hefur lýst því yfir að um sé að ræða mikilvægasta verkefni okkar tíma og að áframhaldandi hagsæld Evrópu byggi á því að vistkerfi jarðarinnar séu heilbrigð og nýting náttúruauðlinda sjálfbær.

Lesa meira

Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2019

Nú liggur fyrir uppgjör á staðgreiðslu útsvars vegna ársins 2019. Um er að ræða bráðabirgðauppgjör en endanlegt uppgjör mun liggja fyrir í maílok þegar álagningarskránni verður lokað.

Lesa meira

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Alls bárust 62 mismunandi hugmyndir að hugmynd á nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Frumvarp um lágmarksíbúafjölda í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem innleiðir á ný ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Samkvæmt frumvarpinu verður lágmarksíbúafjöldi 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022 og 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026.

Lesa meira