Samninganefnd Eflingar lýsti í dag yfir árangurslausum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) án þess að hafa gefið SNS færi á að ræða eða að svara þeim kröfum sem félagið hefur lagt fram.
Samninganefnd Eflingar lýsti í dag yfir árangurslausum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) án þess að hafa gefið SNS færi á að ræða eða að svara þeim kröfum sem félagið hefur lagt fram.
Fulltrúar Eflingar tóku þátt í samningaviðræðum Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fóru fram í haust og fram yfir áramót, sem lauk með undirritun kjarasamnings þann 16. janúar sl. Þremur dögum fyrir undirritun slitu fulltrúar Eflingar samstarfi félagsins við Starfsgreinasambandið. Frá þeim tíma hafa verið haldnir tveir fundir með Eflingu í deilunni undir stjórn ríkissáttasemjara.
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum með þessi vinnubrögð samninganefndar Eflingar og telur þau ekki til þess fallin að greiða fyrir samningum aðila.