Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB.

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB.

Boðaðar verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB eru tvíþættar, annars vegar mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf á fyrirfram tilgreindum tíma, einn til tvo daga í senn. Hins vegar hefur ótímabundið verkfall verið boðað frá og með 15. apríl 2020 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar sem og listi yfir þau aðildarfélög BSRB sem eru að fara í verkfall auk tímasetningar þær sem um ræðir.