Fréttir og tilkynningar

Loftslagsáætlanir sveitarfélaga í brennidepli

Fulltrúar sveitarfélaga ræddu loftslagsáætlanir sveitarfélaga á fjölmennum fundi í Garðabæ þann 22. nóvember sl. Þar voru saman komnir tengiliðir sveitarfélaga sem taka þátt í Samstarfsvettvangi um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Fundinum var streymt og var um fjórðungur fundarmanna í fjarfundi.

Lesa meira

Félagsdómur dæmir sambandinu í vil gegn Kennarasambandi Íslands

Félagsdómur sýknaði síðdegis í gær Samband íslenskra sveitarfélaga af kröfu Kennarasambands Íslands um að grunnskólakennarar ættu tilkall til 8% persónuálags ofan á grunnlaun sín vegna M.Ed. prófs, óháð því hvort þeir hefðu lokið þeirri viðbótarmenntun eða ekki.

Lesa meira

Skýrsla um stofnun hálendisþjóðgarðs

Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, skýrslu um þjóðgarð á miðhálendinu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.

Lesa meira

Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í B-deild á vef Stjórnartíðinda, dags. 29. nóvember sl., tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 sem breytt var með lögum nr. 96/2019 (tóku gildi 1. september 2019 vegna innleiðingar á XX. viðauka tilskipunar 2014/52/ESB).

Lesa meira

Niðurstöður PISA 2018 liggja fyrir

Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum.

Lesa meira

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2020-2021

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2020-2021 er lokið.

Lesa meira

Kjarasamningar við iðnaðarmenn samþykktir

Í dag lauk rafrænni atkvæðagreiðslu hjá stéttarfélögunum Samiðn, Matvís og VM, félagi vélstjóra og málmtæknimanna vegna kjarasamnings sem undirritaður var þann 13. nóvember sl.

Lesa meira

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði.

Lesa meira

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna – vinnustofur um allt land

Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.

Lesa meira

Skipulag landbúnaðarlands – samfélag, landslag og loftslag

Skipulagsstofnun stendur, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um skipulag landbúnaðarlands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 8.30-10.00.

Lesa meira

Árbók sveitarfélaga 2019

35. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.

Lesa meira

Loftslagsáætlanir frá sjónarhorni sveitarfélaga

Annar tengiliðafundur Samráðsvettvangs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verður haldinn föstudaginn 22. nóvember í Garðabæ milli kl. 9:30 og 12:00. Fundurinn verður á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, í salnum Sveinatungu.

Lesa meira

Kjarasamningar við iðnaðarmenn undirritaðir

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samiðn, MATVÍS og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 13. nóvember sl.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun veitt á degi gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.

Lesa meira

Hafnasamband Íslands 50 ára

Hafnasamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, þriðjudaginn 12. nóvember, en hafnasambandið var stofnað þann dag árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og hét þá Hafnasamband sveitarfélaga.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn er í dag

Beint streymi er frá Skipulagsdeginum og unnt er að senda inn fyrirspurnir í gegnum www.slido.com #skipulag

Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin veitt að nýju

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin.

Lesa meira

Orkufundur 2019

Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember nk. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á smávirkjanir, skipulag, umhverfismat, regluverk og kortlagningu.

Lesa meira