Kjarasamningar við iðnaðarmenn undirritaðir

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samiðn, MATVÍS og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 13. nóvember sl.

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samiðn, MATVÍS og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 13. nóvember sl.

Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. nóvember 2019 til 31. mars 2023.

Nú fara í hönd kynningar á kjarasamningunum og atkvæðagreiðsla um þá. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir á miðnætti 28. nóvember n.k.

Meðfylgjandi er kynning á innihaldi samningsins. Samningurinn verður birtur á heimasíðu sambandsins þegar og ef kjarasamningarnir verða samþykktir.

KjarasamingarIdnadarmenn1