Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í B-deild á vef Stjórnartíðinda, dags. 29. nóvember sl., tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 sem breytt var með lögum nr. 96/2019 (tóku gildi 1. september 2019 vegna innleiðingar á XX. viðauka tilskipunar 2014/52/ESB).

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í B-deild á vef Stjórnartíðinda, dags. 29. nóvember sl., tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 sem breytt var með lögum nr. 96/2019 (tóku gildi 1. september 2019 vegna innleiðingar á XX. viðauka tilskipunar 2014/52/ESB). Annars vegar er um að ræða reglugerð nr. 1069/2019, um (2.) breytingu á reglugerð nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar er um að ræða reglugerð nr. 1068/2019, um (1.) breytingu á reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

Sveitarfélögum ber að breyta samþykktum sínum

Í samræmi við framangreindar breytingar ber sveitarfélögum í samþykktum sínum um stjórn og fundarsköp að fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélags töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Hafa skal í huga að breytingarnar snerta aðeins framkvæmdir í flokki C skv. 1. viðauka við lög nr. 106/2000.

Samband íslenskra hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við breytingar um ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.