35. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.
35. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.
Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur að venju haft umsjón með útgáfu bókarinnar. Jóhannes Á. Jóhannesson annaðist alla vinnslu talnaefnis úr ársreikningum og uppsetningu á töflum en Sigurður Á. Snævarr fór með ritstjórn bókarinnar.
Árbókin kostar 4.000 krónur með virðisaukaskatti, sem er sama verð og síðustu 5 ár. Unnt er að panta hana með því að fylla út rafrænan pöntunarseðil hér að neðan.