Félagsdómur dæmir sambandinu í vil gegn Kennarasambandi Íslands

Félagsdómur sýknaði síðdegis í gær Samband íslenskra sveitarfélaga af kröfu Kennarasambands Íslands um að grunnskólakennarar ættu tilkall til 8% persónuálags ofan á grunnlaun sín vegna M.Ed. prófs, óháð því hvort þeir hefðu lokið þeirri viðbótarmenntun eða ekki.

Félagsdómur sýknaði síðdegis í gær Samband íslenskra sveitarfélaga af kröfu Kennarasambands Íslands um að grunnskólakennarar ættu tilkall til 8% persónuálags ofan á grunnlaun sín vegna M.Ed. prófs, óháð því hvort þeir hefðu lokið þeirri viðbótarmenntun eða ekki. Kröfuna byggði Kennarasambandið á gömlu jafngildisákvæði í gr. 1.3.4.

Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að með samþykki nýrrar greinar 1.3.2.1 um persónuálag vegna viðbótarmenntunar, sem kom inn í gildandi kjarasamning aðila 2018, hefði félagið samþykkt tiltekið frávik frá jafngildisákvæðinu sem félagið byggði kröfu sína á.

Samband íslenskra sveitarfélaga var því sýknað af kröfu kennarasambandsins vegna Félags grunnskólakennara og Kennarasambandi Íslands gert að greiða Sambandi íslenskra sveitarfélaga 500.000 kr. í málskostnað.