Fréttir og tilkynningar

Slökkvilið Fjarðabyggðar sýnir gott fordæmi á erfiðum tímum

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19.

Lesa meira

Veiting afslátta af greiðsluhlutdeild notenda velferðarþjónustu

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf þann 19. mars sl. út Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Í aðgerðapakkanum eru sveitarfélög m.a. hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda.

Lesa meira

Kjarasamningar samþykktir hjá fjórum stéttarfélögum

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þrjú stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

Lesa meira

Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.

Lesa meira

Rétt meðhöndlun úrgangs samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna COVID-19

Eitt af mörgum mikilvægum atriðum sem huga þarf að vegna farsótta er að gæta varúðar við umgengni um sorpílát og farga úrgangi á réttan hátt.

Lesa meira

Leiðbeiningar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög er hafa hug á að nýta sér ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að nota fjarfundarbúnað í auknu mæli á fundum sveitarstjórna og nefnda. Leiðbeiningarnar eru í formi hagnýtra atriða til að hafa í huga við undirbúning fjarfunda sem og hagnýt atriði fyrir fundarmenn.

Lesa meira

Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar

Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.

Lesa meira

Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

Í gær, þriðjudaginn 17. febrúar, samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.

Lesa meira

Bakvarðasveit velferðarþjónustu – óskað eftir starfsfólki á útkallslista

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Lesa meira

Víðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 19

Félags- og barnamálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga rituðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu til aðgerða sem miða að því að takast á við þær áskoranir sem stofnanir ríkisins, félagsþjónusta og aðrir aðilar sem sinna þjónustu við viðkvæma hópa í landinu standa frammi fyrir vegna Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Beiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra

Líkt og fram kemur í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur heilbrigðisráðherra veitt undanþágu ef ekki er talin hætta á að slíkt fari gegn markmiðum opinberra sóttvarnaráðstafana.

Lesa meira

Höldum heilbrigðum börnum í skóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

Lesa meira

Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing:

Lesa meira

Tilkynning varðandi starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Lesa meira

Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.

Lesa meira

Landsþingi sambandsins frestað

Í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars nk.

Lesa meira

Árlegu vorþingi Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins aflýst

Í síðustu viku barst tilkynning frá Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins um að tekin hafi verið ákvörðun um að aflýsa árlegu vorþingi þess sem átti að fara fram í Strasbourg, Frakklandi, 17.-19. mars vegna COVID-19. Í þessari viku tilkynntu svo Evrópusamtök sveitarfélagasambanda, CEMR, að Allsherjarþingi þess, sem til stóð að halda í Innsbruck, Austurríki, 6.-8. maí nk., hafi verið aflýst vegna sömu óværu.

Lesa meira

Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Lesa meira