Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga verið lokað tímabundið. Öll fundahöld sem áttu að fara fram í Borgartúni 30 hafa verið færð yfir í fjarfund eða þeim frestað. Engir fundir eru því á skrifstofunum og engum utanaðkomandi hleypt þangað inn.

Unnt verður að ná sambandi við starfsmenn á hefðbundnum skrifstofutíma, 08:30-16:00 í gegnum beint símanúmer eða með tölvupósti.