Veiting afslátta af greiðsluhlutdeild notenda velferðarþjónustu

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf þann 19. mars sl. út Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Í aðgerðapakkanum eru sveitarfélög m.a. hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda.

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf þann 19. mars sl. út Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Í aðgerðapakkanum eru sveitarfélög m.a. hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda.

Í því ástandi sem nú ríkir hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga öll sveitarfélög til þess að veita íbúum - einstaklingum og fjölskyldum - eins skýrar upplýsingar og kostur er um fyrirkomulag á velferðarþjónustu. Sérstaklega áríðandi er að aflétta óvissu hjá íbúum um fyrirkomulag á nauðsynlegri grunnþjónustu sem sveitarfélög veita.

Við þær aðstæður sem uppi eru þarf m.a. að taka afstöðu til þess hvort afslættir eru veittir af greiðsluþátttöku einstaklinga og fjölskyldna innan velferðarþjónustu. Æskilegt er jafnframt að stuðla að samræmi í þeim tímabundnu ákvörðunum sem sveitarfélög taka í þessu efni. Sambandið mælist til þess að sveitarfélög taki afstöðu til eftirfarandi valkosta, eftir því sem við á í hverju sveitarfélagi:

  • Veittur verði allt að 100% afsláttur af greiðsluþátttöku foreldra í leikskólum, frístundaheimilum og annarri dvöl barna í starfi á vegum sveitarfélaga, taki foreldrar ákvörðun um að nýta ekki pláss.
  • Þegar tímabundnar aðstæður, svo sem sóttkví eða grunur um smit, valda því að íbúar (foreldrar o.fl.) geta einungis nýtt að hluta þá grunnþjónustu sem er í boði, nái greiðsluhlutdeild einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega er nýtt.
  • Sveigjanleiki verði nýttur eins og unnt er til þess að koma til móts við beiðnir einstaklinga og fjölskyldu um að flytja þá þjónustu milli tímabila sem greiðsluhlutdeild nær til.
  • Við útfærslu gæti verið skynsamlegt að miða við heilar vikur, þ.e. ekki sé veittur afsláttur ef pláss er t.d. nýtt annan hvern dag enda getur framkvæmd ella orðið mjög flókin og hætta yrði mikil á villum í útreikningi gjalda.

Tekið skal fram að ofangreint gildir um grunnþjónustu sveitarfélaga á sviði fræðslu- og velferðarmála. Ákvörðun um afslætti á lögboðnum sköttum og gjöldum (m.a. fasteignaskatti) er byggð á öðrum sjónarmiðum og þarf að fara í gegnum frekari rýni m.a. út frá jafnræðissjónarmiðum.

Auk ofangreindra aðgerða, sem geta átt við um fjölda íbúa sveitarfélagsins, eru sveitarfélögin hvött til að huga sérstaklega að stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem verða fyrir atvinnumissi og eru í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun.

Taki sveitarstjórn ákvörðun um að veita afslætti samkvæmt ofangreindu er mælt með því að ákvörðun sé tímabundin og gildi til loka maí. Endurskoðun fari fram að teknu tilliti til aðstæðna og verði fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí n.k.

Sé nánari upplýsinga óskað munu eftirfarandi sérfræðingar sambandsins á sviði velferðarþjónustu fúslega veita þær: