Leiðbeiningar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög er hafa hug á að nýta sér ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að nota fjarfundarbúnað í auknu mæli á fundum sveitarstjórna og nefnda. Leiðbeiningarnar eru í formi hagnýtra atriða til að hafa í huga við undirbúning fjarfunda sem og hagnýt atriði fyrir fundarmenn.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög er hafa hug á að nýta sér ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að nota fjarfundarbúnað í auknu mæli á fundum sveitarstjórna og nefnda. Leiðbeiningarnar eru í formi hagnýtra atriða til að hafa í huga við undirbúning fjarfunda sem og hagnýt atriði fyrir fundarmenn.

Vakin er athygli á því að leiðbeiningarnar eru ekki tæmandi talning á hagnýtum atriðum en geta auðveldað sveitarfélögum að hefja þá vinnu að nýta fjarfundi á árangursríkan hátt í sínu starfi.