Kjarasamningar samþykktir hjá fjórum stéttarfélögum

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þrjú stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við fjögur stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

 

StKopHjá Starfsmannafélagi Kópavogs voru 1.033 á kjörskrá, atkvæði greiddu 621 eða 60% félagsmanna. Já sögðu 443, eða 71,3%, nei sögðu 115 eða 18,5%, auðir seðlar voru 63 eða 10,1%.

 

KjolurHjá Kili, starfsmannafélagi í almannaþjónustu voru 713 á kjörskrá. 405 greiddu atkvæði eða 57%. Já sögðu 356 eða 88%, nei sögðu 34 eða 8% og auðir og ógildir seðlar voru 15 eða 4%.

 

SamflotHjá Samfloti fyrir hönd Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Starfsmannafélags Fjarðabyggðar, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélags Húsavíkur var samningurinn samþykktur með 85,4% af greiddum atkvæðum. Á kjörskrá voru 931, atkvæði greiddu 574 eða 61,7%. Já sögðu 490 eða 85,4%, nei sögðu 56 eða 9,8%, auðir seðlar voru 28 eða 4,9%.

 

SameykiKjarasamningur Sameykis og Sambands íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum meirihluta. Atkvæðagreiðslunni lauk nú í morgun og var þátttaka 43%. Niðurstöður fóru á þann veg að já sögðu 77,99%, nei sögðu 20,75%. 1,26% tóku ekki afstöðu.