Landsþingi sambandsins frestað

Í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars nk.

 

Seturétt á landsþingi eiga kjörnir landsþingsfulltrúar sem og framkvæmdastjórar sveitarfélaga og telur stjórnin óábyrgt að halda viðburð sem þennan þar sem samfélagslega mikilvægir hópar eiga sæti. Mikilvægt er að tryggja að stjórnsýsla sveitarfélaga sé órofin og þar skipta landsþingsfulltrúar miklu máli.

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga, sem fara átti fram sama dag, hefur einnig verið frestað.

Ný dagsetning verður send út síðar.