Í síðustu viku barst tilkynning frá Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins um að tekin hafi verið ákvörðun um að aflýsa árlegu vorþingi þess sem átti að fara fram í Strasbourg, Frakklandi, 17.-19. mars vegna COVID-19. Í þessari viku tilkynntu svo Evrópusamtök sveitarfélagasambanda, CEMR, að Allsherjarþingi þess, sem til stóð að halda í Innsbruck, Austurríki, 6.-8. maí nk., hafi verið aflýst vegna sömu óværu.
Í síðustu viku barst tilkynning frá Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins um að tekin hafi verið ákvörðun um að aflýsa árlegu vorþingi þess sem átti að fara fram í Strasbourg, Frakklandi, 17.-19. mars vegna COVID-19. Í þessari viku tilkynntu svo Evrópusamtök sveitarfélagasambanda, CEMR, að Allsherjarþingi þess, sem til stóð að halda í Innsbruck, Austurríki, 6.-8. maí nk., hafi verið aflýst vegna sömu óværu.
Búið var að leggja drög að mjög áhugaverðum viðburði þar sem heimsmarkmiðin áttu að vera í aðalhlutverki en með hliðsjón af þróun mála og þess að Innsbruck er á yfirlýstu hættusvæði, töldu forsvarmenn Innsbruckborgar sem eru gestgjafar og CEMR óhjákvæmilegt að taka þessa ákvörðun. Í tilkynningu þeirra og forsvarsmanna CEMR kemur verið sé að skoða aðra dagsetningu fyrir þingið. Forseti CEMR, Stefano Bonaccini er héraðsstjóri í Emilia Romagna sem er eitt af þeim svæðum í N-Ítalíu sem hafa orðið verst úti. Hér er mynd af honum og nýrri framkvæmdastjórn samtakanna sem var kjörin í upphafi árs. Eins og áður hefur verið greint frá tók formaður sambandsins, Aldís Hafsteinsdóttir, þá sæti í framkvæmdastjórninni sem fyrsti íslenski fulltrúinn.