Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar

Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.

Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.

Í ákvörðun ráðherra, sem auglýst skal í Stjórnartíðindum, er heimilt að kveða á um að sveitarstjórnum sé heimilt að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða III., V., VII. og X. kafla laganna, stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra og samþykktum sveitarfélags við stjórn sveitarfélags til að tryggja að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Slík ákvörðun getur aðeins gilt í fjóra mánuði í senn. Gildistími lagabreytingarinnar er takmarkaður við 31. desember 2020 þótt ákvarðanir sem teknar eru fyrir þann tíma geti haldið gildi sínu í allt að fjóra mánuði.

Af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga þykir tilefni til þess að þakka samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir gott samstarf um þetta brýna mál. Þess er vænst að fyrsta ákvörðun ráðherra á grundvelli lagabreytingarinnar muni liggja fyrir síðar í dag.