Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kóronaveiru (COVID-19) er í gildi.
Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kóronaveiru (COVID-19) er í gildi. Frestun verkfallsaðgerða gildir þar til Almannavarnir hafa aflýst hættustigi.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem LSS sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir einnig:
LSS treystir á að samningsaðilar nýti sér ekki þessa frestun til að tefja samninga og haldi áfram viðræðum með sama krafti eins og að verkföllum hafi ekki verið frestað. Frestun verkfalla gildir þar til Almannavarnir hafa aflýst hættustigi