Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Í tillögunni er lagt til að veitt verði 200 milljónum króna í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum.
Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Í tillögunni er lagt til að veitt verði 200 milljónum króna í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum.
Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra framkvæmd ráðstafana á grundvelli heimilda í fjáraukalögum fyrir árið 2020 um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í greinargerð með tillögunni segir að ráðstöfun þessi eigi sér ekki hliðstæðu en til hennar er gripið við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja.
Í tillögunni er lagt til að 15.000 m.kr. skiptist milli sjö meginflokka
- Viðhald og endurbætur fasteigna (2.008 m.kr)
- Nýbyggingar og meiri háttar endurbætur (700 m.kr.)
- Samgöngumannvirki (6.210 m.kr.)
- Orkuskipti, grænar lausnir og umhverfismál (1.365 m.kr.)
- Önnur innviðaverkefni (1.617 m.kr.)
- Rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar (1.750 m.kr.)
- Stafrænt Ísland og upplýsingatækniverkefni (1.350 m.kr.)
Hver flokkur er síðan sundurliðaður eftir fjárfestingarverkefnum sem dreifast víða um land, m.a. til heilbrigðisstofnana, framhaldsskóla, viðhalds vega, orkuskipta í samgöngum, ofanflóðavarna, framlaga til menningar, íþrótta og lista og til eflingar tækniinnviða. Þá má sérstaklega nefna að 200 milljónir króna eru lagðar í fráveituverkefni hjá sveitarfélögum og 750 milljónir í hafnarframkvæmdir.