Staða kjaramála

Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.

Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.

Nýir kjarasamningar

Samningur við 14 bæjarstarfsmannafélög innan BSRB samþykktur

Þann 8. mars 2020 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og eftirtalinna fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB, nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023:

 • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
 • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
 • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
 • Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
 • Starfsmannafélag Fjallabyggðar
 • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
 • Starfsmannafélag Húsavíkur
 • Starfsmannafélag Kópavogs
 • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
 • Starfsmannafélag Suðurnesja
 • Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamningana lá fyrir þann 23. mars og voru þeir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna viðkomandi stéttarfélaga.

Kjarasamningur við Sjúkraliðafélag Íslands

Þann 9. mars 2020 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands, nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.

Kjarasamningur við Félag skipstjórnarmanna

Þann 20. mars 2020 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags skipstjórnarmanna, nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2019 til 30. september 2023. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lá fyrir þann 27. mars og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. 23 voru á kjörskrá, 21 greiddi atkvæði. 20 sögðu já en einn tók ekki afstöðu til samningsins.

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Viðræður við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa alfarið farið fram í gegnum fjarfundabúnað og lauk þeim viðræðum með samningi þann 25. mars 2020. Gildistími samningsins er  frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Samningurinn var samþykkur þann 6. apríl. Á kjörskrá voru 266, 212 greiddu atkvæði eða 79,7%. Já sögðu 165 eða 77,8%, nei sögðu 40 eða 18,9%, 7 tóku ekki afstöðu eða 3,3%.

Staða kjaraviðræðna

Efling

Verkfall Eflingar stóð frá 9. -25. mars þegar Efling ákvað að fresta verkfallinu. Verkfallið beinist að Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Ölfusi. Um var að ræða 274 starfsmenn, sem langflestir vinna hjá Kópavogsbæ.

 

KÍ og BHM

Viðræður við aðildarfélög Kennarasambands Íslands og BHM standa yfir.