Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar – stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst.
Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar - stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst á grunni 4. mgr. 15. gr. laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
Er aðgerðum aflýst frá og með kl 00:01 á morgun, miðvikudag 25. mars 2020, og félagsmönnum Eflingar heimilað að ganga til reglubundinna starfa samkvæmt ráðningarsamningum frá þeim tíma.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, er ánægður með ákvörðun Eflingar.
Sambandið fagnar niðurstöðunni og telur að Efling hafi með þessu sýnt samfélagslega ábyrgð á þungbærum tímum.