Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum sambandsins um aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum sambandsins um aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Sambandið hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að gera viðeigandi ráðstafanir svo þær verðir að veruleika. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel með áhrifum þessa samdráttar og móta frekari tillögur að viðbrögðum sveitarfélaga eftir því sem málum vindur fram.

Þetta kemur fram í inngangi að glærukynningu um aðgerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf sem kynnt var á fundi stjórna sambandsins í morgun. Um er að ræða 25 ma.kr. aðgerðarpakka sem skiptist í fernt:

  1. Fasteignagjöld og gjaldskrár
    > Lækkun gjaldskrár og tímabundin niðurfelling gjalda
    > Haldið aftur af gjaldskrárhækkunum
  2. Framkvæmdir
    > Viðhaldsframkvæmdum flýtt
    > Ráðist í fráveituframkvæmdir
    > Stofnframkvæmdum flýtt
  3. Atvinnuátaksverkefni og vinnumarkaður
    > Framkvæmdir við hjúkrunarheimili
    > Uppbygging húsnæðis fyrir fatlað fólk
    > Bygging íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni
  4. Markaðsátak í ferðaþjónustu
    > Atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga
    > Störf fyrir alla
    > Fólk af erlendum uppruna