Fréttir og tilkynningar

Stöndum vörð um skólastarf

Þann 19. ágúst sl. undirrituðu fulltrúar lykilaðila í starfsemi leik- og grunnskóla sameiginlega yfirlýsingu um leiðarljós skólanna á komandi skólaári. Í yfirlýsingunni er áréttað mikilvægi þess að skólastarf fari fram með eins hefðbundnum hætti og frekast er unnt og réttur allra nemenda til náms sé tryggður.

Lesa meira

Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birtir nú gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum.

Lesa meira

COVID-19 – Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landsamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni sveitarfélaga

Verkefni sveitarfélaga eru mörg og fjölbreytt og getur verið krefjandi að halda utan um öll þau verkefni. Einnig geta verkefnin verið lögskyld eða lögheimild ásamt því sem sveitarstjórnarlögin gefa sveitarstjórnum mikið svigrúm til að meta hvort æskilegt sé að taka að sér verkefni sem ekki er kveðið á um í lögum.

Lesa meira

Tímabundin endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu manna

Alþingi samþykkti fyrr í vetur í aðgerðapakka 1 og 2 tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu sem innt er af hendi á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020.

Lesa meira

Heimild til að víkja tímabundið frá ákveðnum ákvæðnum sveitarstjórnarlaga framlengd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að framlengja heimild sveitarstjórna til að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða í sveitarstjórnarlögum til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og að auðvelda ákvörðunartöku þeirra við þær aðstæður sem eru upp í þjóðfélaginu.

Lesa meira

Bætt þjónusta við íbúa eftir sameiningar sveitarfélaga í Eistlandi

Í Eistlandi hefur íbúaþróun verið svipuð og víðast hvar annars staðar, þannig að landsbyggðarsveitarfélög hafa misst mikið af íbúum til borganna með tilheyrandi þjónustuáskorunum fyrir þau.

Lesa meira

Opið fyrir tilnefningar til ,,Grænu borgar Evrópu“

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að verða Græna borg Evrópu og til að hljóta viðurkenningu Græna laufsins.

Lesa meira

Sveitarstjórnir fá svigrúm til að bregðast við aðstæðum í samfélaginu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið verið að framlengja um fjóra mánuði heimild sveitarstjórna að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða í sveitarstjórnarlögum til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og að auðvelda ákvörðunartöku þeirra við þær aðstæður sem eru uppi í þjóðfélaginu.

Lesa meira

Nándarreglur í skólastarfi

Í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins, frá 12. ágúst sl., kemur fram að fullorðnir í starfi leik- og grunnskóla skuli halda minnst eins metra fjarlægð sín í milli í skólastarfi. Er það frávik frá tveggja metra reglunni sem er almennt í gildi í samfélaginu.

Lesa meira

Staðgreiðsla útsvars á fyrri hluta árs 2020

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman upplýsingar um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á fyrri hluta 2020 og borið hana saman við sömu mánuði í fyrra.

Lesa meira

21. fundur sveitarstjórnar-vettvangs EES-EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EES-EFTA fundaði í tuttugasta og fyrsta sinn 19. júní 2020.

Lesa meira

Efnahagsleg áhrif COVID-19 á evrópsk sveitarfélög

COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarlega slæm áhrif á fjárhag margra evrópskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Sveitarfélög og COVID-19

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur opnað upplýsingavef þar sem leiðbeiningar og önnur skjöl eru aðgengileg á einum stað fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki á þeirra vegum.

Lesa meira

Sumarfrí

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð dagana 20. júlí til 3. ágúst vegna sumarfrís starfsmanna.

Lesa meira

Launagreiðslur í sóttkví vegna ferðalaga erlendis

Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur borist fjöldi fyrirspurna um hvernig eigi að haga launagreiðslum þegar starfsfólk fer erlendis á eigin vegum og þarf að fara í sóttkví í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnarlæknis þegar heim er komið.

Lesa meira

Starfskjör sveitarstjórnarfólks könnuð

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gert könnun á starfskjörum sveitarstjórnarfólk og eru niðurstöður birtar í skýrslu sem nálgast má hér. Slíkar kannanir hafa verið gerðar annað hvert ár allt frá árinu 2002 og er þetta í tíunda könnunin sem hefur verið gerð.

Lesa meira

21. fundur Sveitarstjórnarvettvangs EES-EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EES-EFTA fundaði í tuttugasta og fyrsta sinn 19. júní 2020. Á fundinum, sem fram fór með fjarfundarbúnaði, var fjallað um áhrif COVID-19 faraldursins á samstarf EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins (ESB) og hvernig EES samningurinn virkaði við þær fordæmalausu aðstæður sem sköpuðust.

Lesa meira