Fréttir og tilkynningar

Sveitarfélög og stefnumörkun ríkisins um gervigreind

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að vinna tillögur að stefnumörkun um gervigreind. Í því ljósi er vert að rifja upp að Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktaði um málefni tengd gervigreind á fundi sínum í júní 2019.

Lesa meira

Viðmiðunargjaldskrá grunnskóla 2020

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2020/2021.

Lesa meira

Meðhöndlun úrgangs á neyðarstigi

Í gildi er áætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs á neyðarstigi. Þann 5. október sl. gaf stofnunin út tilmæli sem send voru öllum sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitum og rekstraraðilum sem koma að meðhöndlun úrgangs um að unnið sé eftir neðangreindum verklagsreglum vegna smithættu af úrgangi og meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Evrópskir sveitarstjórnarmenn ræða sameiginlegar áskoranir og viðbrögð vegna Covid

Sambandið á aðild að CEMR sem eru hagsmunasamtök landssambanda sveitarfélaga og svæða í Evrópu. Meginhlutverk samtakanna er hagsmunagæsla gagnvart ESB og þekkingarmiðlun á milli evrópskra sveitarfélaga. Covid hefur umbylt starfsemi samtakanna. Allir fundir fara nú fram á netinu og Covid málefni eru í forgrunni.

Lesa meira

Samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara undirrita nýjan kjarasamning

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning í gær, 7. október. Samningurinn er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög.

Lesa meira

Neikvæð áhrif Covid-19 á landsframleiðslu í Evrópu

Í úttekt sem hugveitan Bruegel birti nýverið má sjá að Ísland er langt frá því að vera eitt á báti þegar kemur að áhrifum Covid-19. Þar er spáð 4-11% samdrætti landsframleiðslu meðal ríkja ESB.

Lesa meira

Forvarnardagurinn 2020

Miðvikudaginn 7. október verður Forvarnardagurinn 2020 haldinn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins.

Lesa meira

Tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna 2020

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 13. nóvember nk. Íslensku menntaverðlaunin voru síðast veitt árið 2012 en þá höfðu þau verið veitt árlega frá árinu 2005.

Lesa meira

Á hvaða róli erum við með skólann?

Áfram verður þráðurinn spunninn í kjölfar Skólaþings sveitarfélaga 2019. Annar morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldinn mánudaginn 12. október 2020. Fundurinn stendur frá kl. 08:30-10:10.

Lesa meira

Samkomulag um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025

Fyrir helgi var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025.

Lesa meira

Nýjar leiðbeiningar um opinber innkaup: Skyldulesning fyrir alla sem vinna við opinber innkaup

Á ári hverju ráðstafa ríki og sveitarfélög fleiri hundruð milljónum króna í opinber innkaup, sem eru vörur, margskonar og verklegar framkvæmdir.

Lesa meira

Unnið að gerð verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin var stofnaður 19. júní 2019. Í dag hafa hátt í 50 sveitarfélög tekið undir stofnyfirlýsingu vettvangsins og þar eru skráðir um 80 tengiliðir sem fá boð á fundi vettvangsins.

Lesa meira

Gjörbreytt staða opinbera fjármálakerfisins

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var síðastur þeirra sem ávörpuðu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Hann byrjaði á að minnast á nýjan samning og yfirlýsingu um stuðning stjórnvalda við sveitastjórnirnar og sagði að enn ætti eftir að hnýta ýmsa lausa enda á komandi misserum og árum.

Lesa meira

Horfur á vinnumarkaði

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag fjallaði Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar um stöðuna á íslenskum vinnumarkaði eins og hún horfir við starfsfólki vinnumálastofnunar og fór yfir skiptingu þeirra sem eru atvinnuleitendur í dag eftir kyni búsetu og fleiru.

Lesa meira

Breyttir starfshættir sveitarfélaga

„Mér eru nýir starfshættir hugleiknir. Ekki bara vegna Covid-19 heldur líka í ljósi þess að sveitarfélögin eiga engra annarra kosta völ en að endurskoða hlutverk sitt í breyttum veruleika á 21. öldinni,“ sagði Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar á fjármálaráðstefnunni í morgun.

Lesa meira

Afkoma sveitarfélaga og horfur

Við stöndum frammi fyrir einni mestu niðursveiflu í efnahagsmálum heimsins. Við stöndum frammi fyrir óvissu af einstakri tegund. Við stöndum frammi fyrir ósýnilegum óvini sem gæti verið í mér eða þér eða í okkur öllum.

Lesa meira

Kjaradeilu við Félag grunnskólakennara vísað til ríkissáttasemjara

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) sleit í gær kjaraviðræðum við Félag grunnskólakenna (FG) og hefur vísað deilunni til sáttameðferðar ríkissáttasemjara.

Lesa meira

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga í skugga COVID 19

Óhætt er að segja að upphaf fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga hafi verið sérstakt þegar opnað var fyrir streymi á frá henni á netinu í morgun. Í fyrsta lagi fór ráðstefnan að þessu sinni öll fram á netinu vegna COVID faraldursins en hins vegar var greint frá þeim tíðindum strax í upphafi að gengið hefði verið frá samkomulagi við ríkið um aukinn stuðning við sveitarfélögin vegna COVID faraldursins.

Lesa meira