Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) sleit í gær kjaraviðræðum við Félag grunnskólakenna (FG) og hefur vísað deilunni til sáttameðferðar ríkissáttasemjara.
Samninganefnd FG lagði í gær fram tilboð í þremur liðum sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga svaraði með tilboði um lífskjarasamning með gildistíma frá 1. september 2020 til 31. desember 2021, sem að öðru leyti er sambærilegur þeim kjarasamningum sem sambandið hefur gert við önnur félög háskólamanna á þessu samningstímabili. Tilboðið innihélt m.a. ákvæði um launahækkanir samkvæmt lífskjarasamningi, grein um önnur laun er starfinu fylgja, lengingu orlofsréttar í 30 daga fyrir alla starfsmenn, bókun um upptöku starfsmats og bókun um sveigjanlegt starfsumhverfi kennara.
Samninganefnd Félags grunnskólakennara hafnaði tilboði Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem eins og áður segir hefur vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.