Fréttir og tilkynningar

Árbók sveitarfélaga 2020 komin út

Út er komin 36. árgangur Árbókar sveitarfélaga. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga á árinu 2019.

Lesa meira

Breyttar reglur: Börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem felur í sér að börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu.

Lesa meira

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, sem gildi tekur næstkomandi þriðudag 3. nóvember.

Lesa meira

Hjúkrunarfræðingar samþykkja kjarasamning

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélag í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 28. október kl. 10:00 til 30. október kl. 15:00.

Lesa meira

Viðmiðunargjaldskrá leikskóla 2020

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2020/2021.

Lesa meira

Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19

Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi bjóða til málfundar um loftslagsmál þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14:30 til 16:00 í beinu streymi á netinu. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.

Lesa meira

ESB bindur vonir við skyndipróf og bóluefni

Covid-19 farsóttin hefur verið á uppleið hvarvetna í Evrópu síðustu vikur og á blaðamannafundi í kjölfar leiðtogafundar ESB þann 29. október síðastliðinn sagði Charles Michel, forseti ráðherraráðs ESB, að umræður fundarins hefðu einkum snúist um samræmdar aðgerðir tengdar sýnatöku og rakningu annars vegar og dreifingu bóluefnis hins vegar.

Lesa meira

Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi 31. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis.

Lesa meira

Helstu kröfur sambandsins í umsögn um fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarp

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent fjárlaganefnd umsögn um fjármálaáætlun 2021-2025 og fjárlagafrumvarp 2021. Í umsögninni er komið víða við.

Lesa meira

Ályktun Evrópusamtaka sveitarfélaga um félagsleg réttindi íbúa Evrópu

Starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020 byggir á sex forgangsmálum. Eitt þeirra fjallar um „Efnahagskerfi sem sinnir þörfum almennings“ en þar skipa félagsleg réttindi stóran sess. Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusamtaka sveitarfélaga, sem fjallar um málefni sem snúa að sveitarfélögum sem vinnuveitendur, fundaði um málið 20. október 2020.

Lesa meira

Félag grunnskólakennara samþykkir kjarasamning

Félag grunnskólakennara hefur samþykkt kjarasaming við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 5.305, atkvæði greiddu 3.642 af þeim sögðu 2.667 já eða 73,23%.

Lesa meira

Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum

Síðastliðinn mánudag fundaði samráðshópur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin undir yfirskriftinni Loftslagsmál – Hvaða verkfæri þurfa sveitarfélögin til að draga úr losun?

Lesa meira

Netöryggismánuðurinn

Október er á hverju ári helgaður netöryggismálum í mörgum löndum Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi málaflokksins og hvetja til þess að viðburðir á sviði netöryggismála yrðu haldnir í mánuðinum.

Lesa meira

Markmið ESB um sjálfbærni og orkunýtingu bygginga

Framkvæmdastjórn ESB leggur mikla áherslu á að ráðist verði í auknar aðgerðir varðandi sjálfbærni og orkunýtni bygginga. Á þessu ári fer fram samráð við hlutaðeigandi aðila varðandi málið, hversu langt eigi að ganga, hversu hratt og hvað skili mestum árangri.

Lesa meira

Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2019

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla árið 2019. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga. Sérskólar eru því ekki meðtaldir.

Lesa meira

Hringrásarhagkerfið sett á oddinn í borgum Evrópu

Það þarf að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins í Evrópu. Þetta er megininntak yfirlýsingar sem hátt í 30 evrópskar borgir hafa undirritað.

Lesa meira

Sameinað sveitarfélag á Austurlandi

Sveitarstjórn Sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 7. október sl. Á fundinum var m.a. staðfest ráðning Björns Ingimarssonar sem sveitarstjóra hins sameinaða sveitarfélags, auk annarra embætta, s.s. forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs.

Lesa meira

Unnið að gerð verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin var stofnaður 19. júní 2019. Í dag hafa hátt í 50 sveitarfélög tekið undir stofnyfirlýsingu vettvangsins og þar eru skráðir um 80 tengiliðir sem fá boð á fundi vettvangsins.

Lesa meira