Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélag í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 28. október kl. 10:00 til 30. október kl. 15:00.
Á kjörskrá voru 102, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Alls tóku 54 þátt í kosningunum eða 52,94%.
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já sögðu 51 eða | 94,44% |
Nei sögðu 2 eða | 3,70% |
Ég tek ekki afstöðu sögðu 1 eða | 1,85% |
Kjarasamningur var undirritaður þann 23. október 2020 og hefur þar með verið samþykktur af atkvæðabærum félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hefur því gildi milli aðila.