Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum

Síðastliðinn mánudag fundaði samráðshópur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin undir yfirskriftinni Loftslagsmál – Hvaða verkfæri þurfa sveitarfélögin til að draga úr losun?

Á fundinum heyrðum við mörg góð erindi um skipulagsmál, ríkisrekstur, hringrásarhagkerfi og umhverfisbókhald í samhengi loftslagsmála og sveitarfélaga. Meginefni fundarins var hlutverk Verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálumVerkfærakistan er hugsuð sem tól sem á að nýtast sveitarfélögum, stórum sem og smáum, við mótun loftslagsstefnu og tengdri aðgerðaáætlun – og auðveldar ykkur jafnframt að fylgjast með árangri frá ári til árs.  

Hér má nálgast upptöku af fundinum

Á fundinum tóku þátttakendur vierkan þátt í umræðum og komu með góð innlegg í vinnu samráðshópsins að mótun verkfærakistu sveitarfélaganna í loftslagsmálum.

Í kjölfar fundarins hefur Ingunn Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri verkfærakistunnar, útbúið könnun með það að markmiði að svara spurningunni: Hvað þurfa sveitarfélögin í verkfærakistu í loftslagsmálum? Þeir aðilar sem gætu hugsanlega nýtt sér verkfærakistuna eða komið að gagnasöfnun eru sérstaklega hvattir til að svara könnuninni. Það ætti ekki að taka meira en 10 mínútur að svar könnuninni en hún verður opin til og með 29. október nk. 

Könnun um verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum.