Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem felur í sér að börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu.
Breytingin er gerð í samráði við sóttvarnalækni. Með reglugerðarbreytingunni er jafnframt kveðið á um að spilakassar eigi að vera lokaðir líkt og spilasalir og er það í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra frá 29. október.
Börn og hlífðargrímunotkun
- Þeir sem áður hafa fengið Covid þurfa ekki að vera með grímu en verða þá að vera tilbúnir að útskýra fyrir öðrum (og jafnvel sýna vottorð til vinnuveitenda, skóla).
- Þeir sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota grímur rétt þurfa ekki að nota grímu (ung börn, þroskahömlun) - röng notkun á grímum getur jafnvel verið verra en að vera án grímu.
- Þeir sem af heilsufarsástæðum geta alls ekki verið með grímu ætti ekki að skylda til að bera þær en við munum reyna að stýra þeim til að vera með einhvers konar grímur, etv heimatilbúnar úr efni sem þeir þola. Fólk þarf þá að vera tilbúið að sýna vottorð til vinnuveitenda, skóla.
- Við mælum ekki með andlitsskjöld sem vörn en gagnast þó eins og hlífðargleraugu og getur verið kostur fyrir þá sem geta ekki verið með maska (veitir vörn að hluta).
- Reglugerðin verður birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi.
- Sjá einnig tilkynningu um takmörkun á skólahaldi
- Breyting á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar