Fréttir og tilkynningar

Samnorrænt verkefni um kolefnishlutleysi smærri sveitarfélaga að fara af stað

Markmið verkefnisins er að aðstoða smærri sveitarfélögum að hrinda áætlunum í framkvæmd, auk þess að auðvelda innleiðingu nýrra lausna fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

,,Úr viðjum plastsins“

Aðgerðaáætlun í plastmálefnum hefur verið gefin út undir heitinu ,,Úr viðjum plastsins“.

Lesa meira

Byggðaráðstefnunni „Menntun án staðsetningar“ frestað

Byggðaráðstefnunni „Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins“ er frestað til ársbyrjunar 2021

Lesa meira

Tveggja kinda reglan verður einnar kindar regla

Gefnar hafa verið út nýjar leiðbeiningar vegna gangna og rétta í COVID-19 ástandi. Er breytingin gerð í kjölfar þess að nándarmörk manna á millum voru stytt úr 2 metrum í 1 meter.

Lesa meira

Kófið og menntakerfið: Áskoranir og tækifæri

Boðað er til rafræns málþings um nám og kennslu á tímum samkomubanns vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Lesa meira

Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu fer fram á netinu 5.-20. október 2020

Lesa meira

Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020

Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020. Í ritinu er að finna starfsáætlun Framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020.

Lesa meira

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-neytisins 2019 komin út

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út ársrit sitt fyrir árið 2019 með umfjöllun um starfsemi þess og helstu verkefni á árinu. Í ársritinu er sérstaklega fjallað um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun ráðuneytisins.

Lesa meira

Söfnun upplýsinga um tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í skólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur, að beiðni Alþingis, sent sveitarfélögum bréf þar sem óskað er upplýsinga um tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í leikskólum og grunnskólum sl. 10 ár.

Lesa meira

Niðurstöður ársreiknininga sveitarfélaga 2019 liggja fyrir

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 70 af 72 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2019. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.

Lesa meira

Byggðastofnun opnar rafrænt gagnatorg

Gagnatorg hefur verið opnað á vef Byggðastofnunar. Á Gagnatorginu eru lýðfræðilegar upplýsingar um íbúaþróun fyrir allt landið, eftir landshlutum, sveitarfélögum, kyni, aldri, ríkisfangi og fjölskyldugerð. Auk þess eru upplýsingar um íbúaveltu, framfærsluhlutfall og lýðfræðilega veikleika.

Lesa meira

Sveitarfélög misjafnlega í stakk búin til að takst á við Covid-19

Í skýrslu starfshóps sem falið var að meta áhrif Covid-19 á fjárhagsstöðu sveitarfélaga kemur m.a. fram að verulegur samdráttur muni verða í tekjum flestra sveitarfélaga miðað við áætlanir og að neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi alls rúmlega 33 milljörðum króna.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2021-2022

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2021–2022.

Lesa meira

Þörf á samstilltum aðgerðum til að koma í veg fyrir dauða búðanna eftir Covid

Verslanir í fámennum byggðarlögum hafa lengi átt erfitt uppdráttar en eftir Covid-lokanir glíma verslanir í stærri bæjum við sama rekstrarvanda, einkum vegna þess að fólk hefur snúið sér æ meir að því að versla á netinu.

Lesa meira

Evrópsk sveitarfélög styðja lýðræði í Hvíta Rússlandi

Evrópusamtök sveitarfélaga (CEMR) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fordæma aðgerðir stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta Rússlandi í kjölfar forsetakosninga 9. ágúst 2020.

Lesa meira

Fulltrúar í ungmennaráðum skulu vera yngri en 18 ára

Samkvæmt 11. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007, skulu sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð, en markmiðið er að gefa ungmennum kost á því að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.

Lesa meira

Tillögur starfshóps um átak í húsnæðismálum

Starfshópur sem skipaður var í febrúar sl. af umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.

Lesa meira

Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tekur til leikskóla, grunnskóla, framhaldssskóla, framhaldsfræðslu og háskóla hvort sem um er að ræða opinbera eða einkarekna skóla. Þá nær hún einnig til frístundaheimila, félagsmiðstöðva og víðar.

Lesa meira