Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-neytisins 2019 komin út

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út ársrit sitt fyrir árið 2019 með umfjöllun um starfsemi þess og helstu verkefni á árinu. Í ársritinu er sérstaklega fjallað um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun ráðuneytisins.

Verkefni ráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars sveitarstjórnar- og byggðamál, samgöngumál, fjarskipti og netöryggi.

Í ritinu er einnig að finna sérstakt yfirlit yfir stefnumál ráðherra sem hefur sett 25 verkefni í forgang sem vinna á að á kjörtímabilinu.

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2019