Kófið og menntakerfið: Áskoranir og tækifæri

Boðað er til rafræns málþings um nám og kennslu á tímum samkomubanns vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Að málþinginu standa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennarasamband Íslands. Málþingið er hið fyrsta í röð viðburða sem haldnir verða haustið 2020 til þess að ræða áskoranir og tækifæri í menntakerfinu á tímum heimsfaraldursins.

Málþingið fer fram á netinu og verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Það hefst kl. 15:00 og stendur yfir til kl. 16:30. Slóð á útsendinguna.

Á fyrsta málþinginu verða kynntar frumniðurstöður rafrænna kannana á framkvæmd skóla- og frístundastarfs á tímum samkomubanns vorið 2020. 

Dagskrá málþingins.