Byggðaráðstefnunni „Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins“ er frestað til ársbyrjunar 2021
Ákveðið hefur verið að fresta Byggðaráðstefnunni 2020 sem halda átti á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal dagana 13.-14. október n.k.Er það gert vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir vegna Covid-19.
Aðstandendur ráðstefnunnar telja mikilvægt að halda staðbundna ráðstefnu og vilja því fremur fresta henni um nokkra mánuði í þeirri von að hægt verði að boða slík mannamót með vorinu. Stefnt er að því að ráðstefnan verði með sömu dagskrá eða lítt breyttri og á sama stað, vonandi um eða upp úr miðjum apríl.
Auglýst var eftir tillögum að erindum fyrr á árinu og bárust um 30 áhugaverðar uppástungur að efni. Undirbúningshópurinn var búinn að velja úr tillögunum og setja upp veglega og metnaðarfulla dagskrá. Flestir fyrirlesaranna vilja halda sínum erindum inni á dagskránni þrátt fyrir frestun.
Að ráðstefnunni standa: Byggðastofnun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga og Mýrdalshreppur.