Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu fer fram á netinu 5.-20. október 2020
Í 17 ár hafa evrópskir sveitarstjórnarmenn þyrpst til Brussel í október til að ræða uppbyggingu og byggðaþróun í Evrópuvikunni; „The European Week of Regions and Cities (#EURegionsWeek)“. Árið 2019 voru 9000 þátttakendur og yfir 330 málstofur. Í ár verður Evrópuvikan alfarið á netinu og því kjörið tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn að taka þátt.
Viðburðum verður dreift á þriggja vikna tímabil frá 5.-20. október. Aðalþemu Evrópuvikunnar 2020 verða:
- Græn Evrópa
- Uppbygging og samstarf
- Valdefling íbúa
Sem dæmi um áhugaverða viðburði má nefna:
- Regional solutions for a greener Europe
- Digital skills for citizens’ empowerment
- Reboot your city in a circular way
- Older persons as local agents of change
- Emissions and locally effective climate work
- Digital Masterclasses: Engaging citizens online
- Developing pathways for the circular economy
- Unlocking Women's Entrepreneurship Potential
- Climate pacts: citizens' engagement
- Empowering services
- Electric Mobility and Renewables in Action Plans
- Small towns fighting long-term decline
- European Youth Capitals: empowering young citizens in the COVID-19 pandemic
Skráning og nánari upplýsingar. (https://europa.eu/regions-and-cities/home_en)
Það eru Svæðanefnd ESB (Committee of the Regions) og Byggðadeild Evrópusambandsins (DG Regio) sem standa fyrir viðburðinum en hann er nú haldinn í átjánda sinn. Nánari upplýsingar veitir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, ottarfreyr@samband.is.