Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020

Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020. Í ritinu er að finna starfsáætlun Framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020.

Starfsáætlun ESB var óvenju seint á ferðinni að þessu sinni vegna Evrópuþingskosninga og vals á nýrri framkvæmdastjórn ESB í kjölfar þeirra.

Þá hefur framkvæmdastjórn ESB nýverið uppfært starfsáætlunina þar sem aðlaga þurfti hana að áhrifum COVID-19 faraldursins. Þá er fjallað um helstu aðgerðir ESB í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Loks er fjallað um samstarfsáætlanir ESB og um málefni í tengslum við EES EFTA samstarfið.