Félag grunnskólakennara samþykkir kjarasamning

Félag grunnskólakennara hefur samþykkt kjarasaming við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 5.305, atkvæði greiddu 3.642 af þeim sögðu 2.667 já eða 73,23%.

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning þann 7. október sl. Kjarasamningurinn er skammtímasamningur,gildir út árið 2021 og er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög.

Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn fór fram meðal félagsmanna FG dagana 16.-23. október. Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu var þannig:

Á kjörskrá voru: 5.305
Atkvæði greiddu: 3.642 (68,65%)
Já sögðu: 2.667 (73,23%)
Nei sögðu: 913 (25,07%)
Auðir seðlar: 62 (1,70%)