Sameinað sveitarfélag á Austurlandi

Sveitarstjórn Sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 7. október sl. Á fundinum var m.a. staðfest ráðning Björns Ingimarssonar sem sveitarstjóra hins sameinaða sveitarfélags, auk annarra embætta, s.s. forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs.

Þá var samþykkt kjör tveggja fulltrúa í hverja heimastjórn þeirra fjögurra sameinuðu sveitarfélaga, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps sem sameinuð voru. Er þetta í fyrsta sinn sem kosið er til heimastjórna með þessum hætti.

Loks má nefna að sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögu að nafni sveitarfélagsins, Múlaþingi, til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.