Október er á hverju ári helgaður netöryggismálum í mörgum löndum Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi málaflokksins og hvetja til þess að viðburðir á sviði netöryggismála yrðu haldnir í mánuðinum.
Á vef Stjórnarráðsins má finna uppfærða dagskrá veföryggismánaðarins sem verður þétt skipuð til mánaðamóta. Netöryggismánuðurinn mun því að öllum líkindum endast fram í nóvember!
Meðal þess sem á eftir að bætast á listann er upphaf netöryggiskeppni íslenskra ungmenna 2020-2021 („Níu“) og tvær ráðstefnur. Sú fyrri verður um tækifæri í menntun, rannsóknum og þróun á sviði netöryggis og önnur um nýju netöryggislögin og hvað þau þýða í reynd, hverju þau breyta varðandi netöryggi hérlendis.
Að lokum eru hér góð netheilræði sem gjarnan má deila með öðrum:
- Heilræði til að vara sig á netsvikum
- Netheilræði fyrir foreldra til að deila með börnum
Upplýsingar um evrópska netöryggismánuðinn má finna á https://cybersecuritymonth.eu og íslensku síðuna á https://cybersecuritymonth.eu/countries/iceland.