Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að vinna tillögur að stefnumörkun um gervigreind. Í því ljósi er vert að rifja upp að Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktaði um málefni tengd gervigreind á fundi sínum í júní 2019.
Í ályktun Sveitarstjórnarvettvangs EFTA eru sveitarfélög hvött til þess að fylgist grannt með þróun þessara mála og að aðkoma þeirra sé tryggð þegar unnið er að stefnu stjórnvalda í málum sem varða gervigreind.
Ljóst er að í þessari tækni felast mikil tækifæri fyrir sveitarfélög, m.a. í tengslum við bætta þjónustu við almenning. Á sama tíma þarf að gæta þess að mannréttindi séu virt, t.d. hvað varðar meðferð heilsufarsupplýsinga og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar.