Nýjar leiðbeiningar um opinber innkaup: Skyldulesning fyrir alla sem vinna við opinber innkaup

Á ári hverju ráðstafa ríki og sveitarfélög fleiri hundruð milljónum króna í opinber innkaup, sem eru vörur, margskonar og verklegar framkvæmdir.

Það er til mikils er að vinna að nýta innkaup og samvinnu hins opinbera við einkamarkaðinn, ekki síst til að bregðast við núverandi efnahagsástandi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út einfaldar og skýrar leiðbeiningar til innkaupafólks hins opinbera sem nýtast vel öllum þeim sem sinna opinberum innkaupum.

„Leiðbeiningarnar eru skyldulesning fyrir alla sem vinna við opinber innkaup og nýtast vel dagsdaglega, bæði sem uppflettirit og sem leiðbeiningar um hvernig hefja eigi undirbúning að innkaupum. Skýrar, einfaldar og á mannamáli.“

Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.