Samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara undirrita nýjan kjarasamning

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning í gær, 7. október. Samningurinn er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög.

Kjarasamningurinn er skammtímasamningur og gildir út árið 2021. Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna FG. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 23. október næstkomandi.

Kjaraviðræður aðila fóru að mestu leyti fram á fjarfundum og vill samninganefnd sambandsins koma á framfæri þökkum til samninganefndar FG fyrir samstarfið við kjarasamningagerðina.

Samninganefnd sveitarfélaga þau Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins og Harpa Ólafsdóttir, deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í tölvunni er restin af samninganefndinni en í henni voru auk þessar þriggja sem eru á myndinni, fjórir fulltrúar sambandsins og tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg.