Áfram verður þráðurinn spunninn í kjölfar Skólaþings sveitarfélaga 2019. Annar morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldinn mánudaginn 12. október 2020. Fundurinn stendur frá kl. 08:30-10:10.
Fundurinn mun fara fram í gegnum Microsoft Teams samskiptaforritið. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn í gegnum skráningarform hér neðar á síðunni. Munu þátttakendur fá sendan tengil að morgni fundardags.
Unnt verður að senda inn fyrirspurnir til frummælenda í gegnum spjallið í Teams.
Fundarstjórar: Svandís Ingimundardóttir og Þórður Kristjánsson