„Á hvaða róli erum við með skólann?“
Áfram var þráðurinn spunninn í kjölfar Skólaþings sveitarfélaga 2019. Annar morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál fór fram mánudaginn 12. október 2020. Fundurinn stóð frá kl. 08:30-10:10.
Fundurinn fór fram í gegnum Microsoft Teams samskiptaforritið.
Unnt var að senda inn fyrirspurnir til frummælenda í gegnum spjallið í Teams.
Fundarstjórar: Svandís Ingimundardóttir og Þórður Kristjánsson
08:30 | Viðmiðunarstundaskrá – höft eða leiðsögn? Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla hefur verið óbreytt frá 2011. Tilefni breytinga nú er mótun menntastefnu til ársins 2030 þar sem áhersla er á framúrskarandi menntun fyrir alla og að auka vægi móðurmáls og náttúrufræði til móts við viðmið nágrannaþjóða okkar. Er þörf fyrir slíka leiðsögn menntamálaráðuneytis eða er viðmiðunarstundaskrá orðin barns síns tíma? |
09:10 | Stapaskóli Gróa Axelsdóttir, skólastjóri – Glærupakki Stapaskóli er nýjasti skólinn í Reykjanesbæ, byggður sem heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaheimili og félagsmiðstöð. Hann á jafnframt að geta þjónað grenndarsamfélaginu sem menningarmiðstöð. Stapaskóli ber þess merki að horft er til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. |
09:30 | Skóli í skýjum – „The Computer Says No“ Kristrún Lind Birgisdóttir, skólastjóri „Í Ásgarði verður hið ómögulega mögulegt“, segir á heimasíðu Ásgarðs, grunnskóla á unglingastigi fyrir nemendur sem eru reiðubúnir að finna sinn innri fjársjóð. Verkefnin eru krefjandi þar sem markið er sett hátt og allir geta verið með. Námið er nemendamiðað og alfarið óháð staðsetningu, því „skólinn“ er í skýjunum. Til stóð að starfsemi hæfist í haust en…“the computer said no“. Hvað er til ráða? |
09:50 | Umræður og fyrirspurnir |