Opið fyrir tilnefningar til ,,Grænu borgar Evrópu“

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að verða Græna borg Evrópu og til að hljóta viðurkenningu Græna laufsins.

Titillinn ,,Græna borg Evrópu“ er veittur árlega af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til evrópskra sveitarfélaga með yfir 100 þúsund íbúa fyrir að vinnu að sjálfbærri þróun. Leitað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum sem vilja státa þessum titli fyrir árið 2023 og er vinningsféið 600.000 evrur. Viðurkenning ,,Græna laufsins“ er ætluð minni sveitarfélögum með allt niður í 20 þúsund íbúa sem hafa unnið að því að efla sjálfbærni innan síns svæðis. Verið að leita að tveimur sveitarfélögum sem munu bera þennan titill árið 2022 sem hvort um sig fær 200.000 evrur.

Í dag eru um 10 ár síðan Reykjavíkurborg komst í hóp sex borga sem komust í forval til að verða Græna borg Evrópu árin 2012 og 2013. Spænska borgin Vitoria-Gasteiz og franska borgin Nante voru að lokum útnefnd en 17 borgir sóttust þá eftir titlinum.

Það hefur sýnt sig að mikill ávinningur er að hljóta þessar tilnefningar. Má þá helst nefna aukin framgang ýmissa umhverfistengda verkefna, aukna ferðaþjónustu og erlendar fjárfestingar auk eflingar atvinnulífs innan sveitarfélagsins. Sveitarfélög sem sækja um fá aðgang að European Green Capital Network, sem veitir þeim stuðning og vettvang til að miðla þekkingu og reynslu. Það er reynsla þeirra evrópsku sveitarfélaga sem hafa tekið þátt að umsóknarferlið sjálft hafi reynst gagnlegt við mat á framvindu þeirra og áætlunum. Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi og sótt er um á verðlaunagátt verkefnisins: awards portal