Lögfræði- og velferðarsvið hefur tekið saman minnisblað þar sem fjallað er frestun gjalddaga fasteignaskatts. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að fresta gjalddögum fasteignaskatts ásamt því sem Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru þar sem meðal annars var samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.
Lögfræði- og velferðarsvið hefur tekið saman minnisblað þar sem fjallað er frestun gjalddaga fasteignaskatts. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að fresta gjalddögum fasteignaskatts ásamt því sem Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru þar sem meðal annars var samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.
Í minnisblaðinu er farið yfir þau atriði sem gott er að hafa í huga áður en ákvörðun um frestun gjalddaga er tekin ásamt ábendingum um framkvæmdaratriði er þarf að skoða. Mikilvægt er þó að tryggja að við slíka afgreiðslu sé farið eftir stjórnsýslulögum og jafnræðis gætt gagnvart gjaldendum.
Vakin er athygli á því að bráðabirgðaákvæði er samþykkt var á Alþingi um frestun gjalddaga fasteignaskatta nær eingöngu til atvinnuhúsnæðis, þ.e.a.s. c-flokks fasteignaskatts, en ekki verður séð annað en að sveitarfélögum sé heimilt að láta slíka frestun ná einnig til íbúðarhúsnæðis (a-flokks fasteignaskatts).