Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á nýútkominni skýrslu um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi. Skýrslan byggir á rannsókn sem gerð var veturinn 2018-2019 af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Í skýrslunni eru m.a. skoðuð atriði eins og fjöldi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum, fjöldi stöðugilda, menntun þeirra sem starfa við náms- og starfsráðgjöf, hlutfall nemenda sem njóta ráðgjafar, hvers konar þjónusta er veitt og hvaða aldurshópum og þjónusta við nemendur af erlendum uppruna. Markmið verkefnisins var að gera úttekt á fyrirkomulagi og gæðum náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum með spurningakönnun og vettvangsheimsóknum og koma með tillögur til úrbóta.
Unnið verður með tillögur um úrbætur í aðgerðaráætlun menntastefnu til ársins 2030.