Sambandið skrifar undir samning við fjögur BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðingaundirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 1. júlí.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2021 og er í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 17. júlí næstkomandi.