Starfshópur metur stöðu sveitarfélaga vegna COVID-19

Skipaður hefur verið starfshópur á vegum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, til að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna aðsteðjandi rekstrarvanda í ljósi Covid-19 kórónuveirufaraldursins.

Skipaður hefur verið starfshópur á vegum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, til að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga, meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna aðsteðjandi rekstrarvanda í ljósi Covid-19.

Starfshópnum er ætlað að safna saman upplýsingum um fjárhagsstöðu þeirra og horfur. Aflað verður samtímaupplýsinga frá sveitarfélögum, skattayfirvöldum, Hagstofu Íslands, Vinnumálastofnun og fleiri aðilum sem geta nýst fyrir vinnu hópsins. Markmiðið er er að fá yfirsýn yfir stöðu og horfur í fjármálum einstakra sveitarfélaga sem og sveitarstjórnarstigsins í heild. tarfshópnum eru:

  • Gunnar Haraldsson, hagfræðingur, án tilnefningar, formaður
  • Pétur Berg Matthíasson, fulltrúi forsætisráðuneytisins
  • Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
  • Kristinn Bjarnason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Dan Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Með starfshópum starfa m.a. þeir Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins og Jóhannes Ágúst Jóhannesson, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði.