Endurskoðaðar áætlanir um framlög úr jöfnunarsjóði

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er þetta gert í takti við nýja áætlun um tekjur sjóðsins en endurmeta þurfti þær vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 faraldursins. Í nýrri áætlun er gert ráð fyrir að tekjur sjóðsins lækki um tæpa 3,8 milljarða króna. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur fallist á tillögur ráðgjafanefndarinnar.

Samkvæmt breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem samþykkt var á Alþingi 11. maí sl. er Jöfnunarsjóði heimilt að nýta allt að 1.500 m.kr. úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á þessu ári til mótvægisaðgerða vegna lækkunar tekna Jöfnunarsjóðs á árinu 2020. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðstöfun þess fjármagns en gert er ráð fyrir því að ákvörðun um ráðstöfun fjármagnsins verði tekin í haust.

Tillögum nefndarinnar er skipt upp í sjö megin þætti:

Nánar um tillögur nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins.